Færsluflokkur: Bloggar

Dagur kvenfélagskonunnar - dagurinn okkar.

 

Þriðjudaginn 1. febrúar n.k er Dagur kvenfélagskonunnar.

Dagurinn er stofndagur Kvenfélagasambands Íslands og var á síðasta ári gerður að formlegum degi kvenfélagskonunnar.

Nánar um þetta má lesa á vef Kvenfélagasambandsins.

 


Þorrablót 2011

 

Hið árlega þorrablót Kvenfélagsins Sifjar verður haldið í Félagsheimili Patreksfjarðar laugardaginn 22. janúar n.k Húsið opnar kl. 19:30.

Eftir  mat, drykk og heimagerða leiksýningu kvenfélagskvenna mun hljómsveitin Góðir landsmenn leika fyrir dansi fram á rauða nótt.

Áskriftalistar liggja frammi í verslunum en miðasala fer svo fram í  F.H.P á föstudeginum 21. jan. á milli kl. 19:00 - 20:00.

Miðaverð er kr. 7.000,-

Þess má geta að nú sem fyrr rennur allur ágóði þorrablótsins til líknarmála.

 

Þorrablót

 

 


Janúarfundurinn

 

Tilkynning frá saumafundarnefnd janúarmánaðar:

Af óviðráðanlegum orsökum verður ekki saumafundur nú í janúar eins og til stóð.

Hittumst kæru félagskonur  á góðum fundi í febrúar  Smile


Jólaball í Félagsheimili Patreksfjarðar

 

Kvenfélagið Sif og Lionsklúbbur Patreksfjarðar halda sitt árlega barnajólaball og verður það að þessu sinni miðvikudaginn 29. des kl. 17:00 - 19:00.  

 Dansað verður í kringum jólatréð, boðið  uppá kakó og kökur og jólasveinarnir mæta að sjálfssögðu á staðinn til að heilsa uppá mannskapinn eins og þeim er einum lagið.

Aðgangur er ókeypis.

Góða skemmtun GrinWizard

 


Jólakveðja


 
Kvenfélagskonur og fjölskyldur fá hjartans þakkir fyrir óeigingjörn störf og ánægjulega samveru á árinu sem er að líða.
Einstaklingum og fyrirtækjum  á starfssvæði Kvenfélagsins Sifjar er þökkuð ómetanleg   velvild og stuðningur.
Njótið hátíðar ljóss og friðar.
Jólamynd

Saumafundur í desember

Kæru félagskonur

Saumafundur desembermánaðar verður haldinn þriðjudagskvöldið 14. desember í Björkinni og hefst hann kl. 20:00.

Við biðjum ykkur um að koma með lítinn pakka sem kostar á bilinu 500,- til 1.000,-  og eins að upphugsa jólasið sem ykkur er kær hvort heldur sem er úr bernsku eða sem lifir enn þann dag í dag.

Sjáumst  hressar og kátar að venju Grin

                                             Nefndin.

 

Neðangreind mynd  hæfir desembermánuði og er tekin af vef Drops  sem margir þekkja en  þar er hægt að fá fullt af góðum hugmyndum og fríum uppskriftum.

Jólasokkar


Saumafundur :-)

 

SIFJARKONUR

  SAUMAFUNDUR VERÐUR  MÁNUDAGINN 15 NÓVEMBER   KL  20.00  Í BJÖRKINNI.

MÆTUM SEM FLESTAR OG TÖKUM MEÐ OKKUR GESTI.

LJÚFAR VEITINGAR Í BOÐI.

NEFNDIN.


Auglýsing um laufabrauðsbakstur laugardaginn 13. nóvember.

  

 Kæra Sifjarkona.

Nú er kominn tími til að hittast og njóta dagsins saman við Laufabrauðsbakstur.

Laugardaginn 13. nóvember verður Laufabrauðsdagur hjá Kvenfélaginu Sif.

Við ætlum að hittast í Félagsheimili Patreksfjarðar og vinna saman að gerð Laufabrauðs.

Við búum til deigið, fletjum út kökurnar,  skerum þær út og síðast en ekki síst bökum við góðgætið.

Húsið verður opið frá kl. 10:00 að morgni og fram eftir degi eftir þörfum.

Viðfangsefnið er kjörið fyrir alla fjölskylduna, konur eru hvattar til að mæta og taka með sér gesti.

Þar sem við þurfum að kaupa bökunarvöru í samræmi við mætingu  þurfum við að fá að vita um þátttöku ykkar.

Jafnframt þurfum við að innheimta þátttökugjald þeirra fullorðinna sem taka þátt í bakstrinum til að mæta kostnaði við hráefniskaupin og húsaleigu.

Gert er ráð fyrir kr. 1.000.- fyrir hvern fullorðinn sem mætir, - enda fer hver greiðandi þátttakandi heim með hlutdeild í bakstrinum. 

Verið svo góðar að láta undirritaðar vita um þátttöku ykkar eigi síðar en miðvikudaginn 10. nóvember.

Hittumst og njótum dagsins saman.

Elsa Nína, sími  863-0953

Jensína , sími  897-4700

 

 


M A T A R B I N G Ó

Hjálparsjóður Kvenfélagsins Sifjar heldur sitt árlega matarbingó í Félagsheimili Patreksfjarðar laugardaginn 6. nóvember kl. 14:00.

Fjöldi góðra vinninga.  Mætum öll og styrkjum gott málefni.

Nefndin.

Matarmynd


Ábending um dagskrá og fleira.

Félagskonur athugið að hér til hliðar á síðunni má sjá vetrardagsrkána og fleira gagnlegt Smile


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Kvenfélagið Sif
Kvenfélagið Sif

Stofnað 24. október 1915

Feb. 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • ...hnallthorur
  • ...fra_dublin
  • ...fmaeliskaka

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband