Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2014
Langt er liðið frá síðustu færslu hér á bloggsíðunni en síður en svo að lognmolla hafi verið yfir starfssemi Kvenfélagsins Sifjar.
Síðan vetrarstarfi 2012/2013 lauk með síðasta fundi s.l vor hefur margt verið í gangi hjá félagskonum. Við Patreksfirðingar fengum flott hótel í bæinn, Fosshótel Vestfirðir heitir það og var opnað með viðhöfn snemma s.l sumar. Við kvenfélagskonur fengum það verkefni að þrífa herbergi og hengja upp gardínur, það reyndist hið ánægjulegasta verkefni í alla staði.
Við höfðum umsjón með plokkfiskveislu þeirri sem hefð er orðin fyrir að gestir Skjaldborgarhátíðarinnar sæki.
Sjóstangveiðifólk leitaði til okkar v/árlegs mótshalds og við sáum um að gott kaffimeðlæti biði veiðiklónna þegar komið var að landi. Við sáum sömuleiðis um kaffi á ráðstefnu um Fiskeldi sem haldin var hér á haustmánuðum.
Vetrarstarfið hófst svo í haust sem leið með því að konur fóru með maka/gest í kvöldverð á Fosshótel Vestfirði og áttu þar frábæra kvöldstund. Hefðbundnir mánaðarlegir fundir sem við köllum "saumafundi" eru haldnir og janúarfundurinn var haldinn laugardaginn 18.janúar á kaffihúsinu Stúkuhúsinu. Þar mættu konur í dásemdar brunch að hætti hússins.
Framundan er svo árlegt þorrablót en það verður n.k laugardag 25.jan í Félagsheimili Patreksfjarðar. Þegar veitingum og skemmtiatriðum hafa verið gerð skil leikur hljómsveitin Ulrik fyrir dansi fram á rauða nótt.
Meðfylgjandi myndir eru teknar á fundinum í Stúkuhúsinu.
Bloggar | 23.1.2014 | 22:19 (breytt kl. 22:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Mars 2008
Tenglar
GOTT AÐ VITA
Mínir tenglar
Handverk
Bærinn okkar
Fjölmiðlarnir
Gagnlegt
Heimilishald
Myndaalbúm
Af mbl.is
Fólk
- Goðsögnin Ozzy Osbourne kvaddi sviðið í hásæti
- Ávallt harður við sjálfan sig
- Tignust allra
- Kim Kardashian fékk dómsskjöl send til sín til Feneyja
- Að vita ekki hvað bíður manns
- Flúði til Sviss vegna líflátshótana
- Tónleikum Mansons aflýst í Brighton
- Sophia, umboðsmaður Caitlyn Jenner, látin eftir hræðilegt slys
- Laufey heiðraði minningu Diogo Jota í Liverpool
- Hefði allt eins getað sungið Atti katti nóa
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 67467
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar