Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013

Síðasti saumafundur vetrarins mánudaginn 6.maí.

Auglýsing frá nefnd:

Kæru Sifjarkonur Smile

Jæja þá er veturinn búinn samkvæmt dagatalinu og líður að síðasta fundi (saumafundi) okkar fyrir sumarfrí.  Við stöllurnar í nefndinni, höfum ákveðið að fundurinn skuli haldinn í Stúkuhúsinu mánudaginn 6.maí stundvíslega kl. 20:00.  Boðið verður uppá léttan kvöldverð, konur greiða venjulegt saumafundargjald sem er í dag kr. 1.000,- samkvæmt ákvörðun aðalfundar 2013.

Vinsamlegast látið okkur vita tímanlega um mætingu eða eigi síðar en á fimmtudagskvöldið 2.maí.

Með kvenfélagskveðju Smile

Jóna Júlía  s. 6903105 og Elsa Nína s. 8251120.


Saumafundur mánudaginn 15.apríl n.k.

Eftirfarandi var sent bréflega  til allra félagskvenna: 

Mánudaginn 15. apríl n.k verður haldinn saumafundur Kvenfélagsins Sifjar í fundarsal Félagsheimilis Patreksfjarðar og hefst hann kl. 20:00.

Nú er búið að selja íbúðina við Bjarkargötu 7 og stjórnin mun gefa nánari upplýsingar þar um á fundinum.

Bestu kveðjur,

Stjórn Kvenfélagsins Sifjar.


Í Dymbilviku

Á skírdag var fermingardagur á Patreksfirði og  eins og fram kemur hér að neðan voru það sjö stúlkur sem fermdust hér á þessu vori.  Kvenfélagskonur hafa um langt árabil sinnt því ánægjulega hlutverki að hugsa um fermingarkirtlana  sem börnin skrýðast.  Í því felst m.a að sjá  um að kirtlarnir passi þeim hópi fermingarbarna sem fermast hverju sinni og sjá um að allt sé eins og það á að vera.

Kvenfélagið sendir nýfermdum stúlkum hamingju og góðar framtíðaróskir.

Á þriðjudeginum 26. mars var svo árlegt páskabingó.  Mæting var afbragðsgóð og rennur allur ágóði bingósins að vanda til hjálparsjóðs Sifjar.  Bingógestum og öðrum þeim sem styrktu gott málefni er þakkað. 


Höfundur

Kvenfélagið Sif
Kvenfélagið Sif

Stofnað 24. október 1915

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...hnallthorur
  • ...fra_dublin
  • ...fmaeliskaka

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband