Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Aðalfundur Sambands Vestfirskra kvenna.

Að hausti er venja að fulltrúar Kvenfélaganna á Vestfjörðum hittist á aðalfundi Sambands Vestfirskra kvenna, hér eftir nefnt S.V.K.

Þann 11. september n.k verður aðalfundur S.V.K   haldinn á Þingeyri.  Gestgjafar að þessu sinni eru Kvenfélögin Von á Þingeyri og Kvenfélag Mýrahrepps. 

S.V.K.  var stofnað á Ísafirði þ. 3.maí 1930 og er því 80 ára.  Fyrsti formaður  var Rósa Kristjánsdóttir en hún gengdi embætti formanns aðeins í eitt ár því hún flutti burt af svæðinu.  Við  embættinu tók Estíva Björnsdóttir á Þingeyri og var formaður næstu 10 árin.  

Innan vébanda S.V.K  eru fjölmörg Kvenfélög á Vestfjörðum.  Á aðalfundum hittast fulltrúar Kvenfélaganna, segja frá starfssemi sinna félaga, kynnast og styrkja tengsl.   Boðið er uppá námskeið eða erindi og oftar en ekki kemur aðili og kynnir einhverja starfssemi sem er í gangi á svæði gestgjafa aðalfundarins. Fulltrúi Kvenfélagasambands Íslands mætir en S.V.K er aðili að K.Í.

Núverandi formaður SVK er Helga Dóra Kristjánsdóttir sem búsett er í Tröð í Önundarfirði.

 

Haust

 

 

 


Höfundur

Kvenfélagið Sif
Kvenfélagið Sif

Stofnað 24. október 1915

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...hnallthorur
  • ...fra_dublin
  • ...fmaeliskaka

Af mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband