Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Auglýsing frá stjórn Kvenfélagsins Sifjar

 

A Ð A L F U N D U R

 Aðalfundur Kvenfélagsins Sifjar verður haldinn í

Félagsheimili Patreksfjarðar

fimmtudaginn 18. febrúar  n.k.  kl. 19:00.

Hvetjum konur til að gerast félagar til að takast á við skemmtileg og hvetjandi verkefni.

Dagskrá:

                      1.  Venjuleg aðalfundarstörf

2.  Önnur mál

                                  Stjórnin.

 

Bleikar rósir


Dagur Kvenfélagskonunnar - grein formanns S.V.K (sjá t.d.bb.is).

Helga_Dóra_Kristjánsdóttir

 

Dagur kvenfélagskonunnar.

Kvenfélagasamband Íslands fagnar 80 ára afmæli sínu í ár, en það var stofnað 1. febrúar 1930.  Ákveðið hefur verið af KÍ,  að 1. febrúar  verði dagur kvenfélagskonunnar, til að minnast starfa þeirra í þágu samfélagsins. Kvenfélagskonur hafa gegnum tíðina starfað af elju og dugnaði og auðgað menningu og mannlíf með ýmsum samkomum og uppákomum.

 Vestfirskar konur.

Samband verstfiskra kvenna er einnig 80 ára í ár, en innan sambandsins starfa 14 kvenfélög, frá Barðaströnd inn í Djúp.  Fyrsta kvenfélagið á Vestfjörðum var reyndar stofnað árið árinu 1906 í Haukadal í Dýrafirði, saga þeirra spannar því á aðra öld.  Sum hafa liðið undir lok, en enn fleiri hafa verið stofnuð.  Kvenfélögin eru sjálfstæðar einingar og taka sér fyrir hendur ólík verkerfni, en velja sér starfsvettvang þar sem þær telja farsælast  á hverjum stað.  Ófáir hafa notið stuðnings þeirra með beinum fjárframlögum  Þrátt fyrir að hafa mörg hver starfað í marga áratugi, hafa félögin aðlagað sig að nýjum tímum, með breyttum áherslum.  Það gera þau með því að að hlúa að sínum félagskonum, en jafnframt taka þátt margvíslegum þáttum samfélagsins.  Hver kannast ekki við að hafa tekið þátt í þorrablóti, jólaskemmtun, álfadansi, spilakvöldi, kaffiboðum, ferðalagi, námskeiði eða hvaðeina, sem kvenfélagskonur standa fyrir.  Það má með sanni segja, að félögin séu horsteinn menningar í hverju byggðalagi.

Húfuverkefni.

Hver nýburi sem fæðist á þessu ári,  fær að gjöf húfu frá kvenfélagskonu.  Þetta er verkefni er unnið á landsvísu í samvinnu við ljósmæður.  Um 5.000 börn fæðast árlega, þannig að nú er prjónað af kappi til að fylla kvótann.  Við tökum þannig þátt í gleði foreldra með  nýfæddu barni.  Kvenfélagskonur hafa líka verið ötular að gefa fjármagn til að bæta aðstöðu á fæðingardeildum.

Framtíðin.

Ég er bjarsýn á framtíð kvenfélaga og tel að þau eigi bara eftir að eflast.  Það hefur sýnt sig að nýjar konur eru tilbúnar að ganga inn í félögin.  Þau eru einfaldlega að komast aftur í tísku, ef hægt er að tala um það.  Það hefur verið góð leið fyrir konur að kynnast og taka þátt í samfélagsstörfum, að ganga í kvenfélagið á staðnum.  Mér hefur td.  þótt sérlega vænt um það að sjá konur af erlendum uppruna, koma inn og verða sumar öflugar í starfi. Með nýju fólki koma breyttar áherslur og við sem fyrir erum, byggjum saman gott starf á traustum grunni. 

 

Kvenfélagskonur, til hamingju með daginn.

Helga Dóra Kristjánsdóttir, formaður Sambands verstfiskra kvenna. 


Kvenfélögin eru samfélaginu mikilvæg

Hildur

 


Hildur Helga Gísladóttir
ÞAÐ er löngu tímabært að sérstakur dagur sé helgaður kvenfélagskonum. Þær hafa með óeigingjörnum störfum sínum innan kvenfélaganna lagt grunn að ótal framfara- og velferðarmálum þjóðarinnar. Oftar en ekki hafa þau störf farið hljótt og ekki verið fjallað um þau í fjölmiðlum. Kvenfélagasamband Íslands var stofnað 1. febrúar árið 1930 sem sameiningar og samstarfsvettvangur kvenfélaganna í landinu sem þá þegar voru orðin fjölmörg. Í tilefni 80 ára afmælis Kvenfélagasambandsins hefur formannaráð þess einhliða lýst 1. febrúar, ár hvert dag kvenfélagskonunnar. Kvenfélagskonur eru hvattar til að halda daginn hátíðlegan og landsmenn að heiðra kvenfélagskonur þennan dag.

 

Fyrsta kvenfélag landsins, Kvenfélag Rípurhrepps, var stofnað árið 1869. Konur hafa síðan þá stofnað hundruð kvenfélaga með það að markmiði að bæta samfélagið, sérstaklega með málefni barna, kvenna og fjölskyldna að leiðarljósi.

 

Segja má að með stofnun kvenfélaganna hafi konur tekið völdin í sínar hendur löngu áður en þær fengu aðgang að stjórnkerfinu með kjörgengi og kosningarétti. Í sveitarfélögum þar sem starfa öflug kvenfélög er varla haldinn sá menningarviðburður að kvenfélagið eigi þar ekki einhvern hlut að máli og oft frumkvæðið. Á árum áður þegar veitingahús voru ekki á hverju strái á landsbyggðinni hlupu kvenfélögin undir bagga með þeim sem þá þjónustu þurftu og öfluðu um leið fjár til góðs málefnis í þágu síns samfélags. Víða er veitingasala enn helsta fjáröflunarleið kvenfélaga og má því með sanni segja að kvenfélögin baki betra samfélag. Félagslegt gildi kvenfélaga er einnig mikilvægur hluti starfseminnar sem gerir konum kleift að kynnast hver annarri og efla tengsl sín.

 

Með breyttum samfélagsgildum hafa kvenfélögin í vaxandi mæli lagt áherslu á að sinna sínu innra starfi og konunum sem þar starfa. Mikill og vaxandi áhugi er nú meðal kvenna á því að ganga til liðs við kvenfélögin og að stofna ný kvenfélög þar sem þau eru ekki fyrir. Er það ánægjuleg þróun á áttugasta afmælisári sambandsins.

 

Aðalverkefni Kvenfélagasambandsins á afmælisárinu er viðamikið húfuverkefni sem snýst um að kvenfélagskonur prjóna húfur sem allir nýburar er fæðast á Íslandi á afmælisárinu fá að gjöf, ásamt hlýrri kveðju frá Kvenfélagasambandi Íslands, sjá: www.kvenfelag.is
Segja má að með stofnun kvenfélaganna hafi konur tekið völdin í sínar hendur löngu áður en þær fengu aðgang að stjórnkerfinu.
 
Úr Mbl. 1. febr. 2010

Höfundur

Kvenfélagið Sif
Kvenfélagið Sif

Stofnað 24. október 1915

Maí 2025

S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • ...hnallthorur
  • ...fra_dublin
  • ...fmaeliskaka

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband