Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

"Björkin" íbúð Kvenfélagsins að Bjarkargötu 7.

Eins og áður hefur komið fram er á efri hæð hússins við Bjarkargötu 7,  íbúðin okkar "Björkin" .

Íbúðin  hefur tekið nokkrum stakkaskiptum, baðherbergið t.d endurnýjað frá A-Ö, breytingar gerðar á eldhúsi svo eitthvað sé nefnt.  Við höfum notið velvildar og aðstoðar bæði hvað varðar vinnu og við öflun nauðsynlegra hluta.  

Þarna fer fram hefðbundið félagsstarf sem er helst yfir vetrartímann en þess utan er íbúðin lánuð út til gistingar.   Allar nánari upplýsingar um íbúðina veita:

 Elsa Nína s.8251120

Jensína s. 8974700

Anna s. 8953004

Fleiri myndir eru í albúmi.

 

 

bjarkargata_ba_herbergi.jpg Bjarkargata 7

 

 

 

 

 

 


Ferð í Flókalund á Kvenréttindadaginn 19. júní.

Þann 19. Júní  ætla konur frá Bíldudal,  Tálknafirði, Barðaströnd og Patreksfirði að  koma saman í Flókalundi í tilefni Kvenréttindadagsins, og eiga saman  skemmtilega stund yfir góðum málsverði.

 

Matseðill kvöldsins:

Forréttur:            Grafin gæs

Aðalréttur:         Pörusteik

Eftirréttur:         Súkkulaðimús.

 

Verðið er kr. 4.900,-

Þær sem vilja skrá sig verða að tilkynna það fyrir 12 júní  í síma 456-1512 eða 8492429 eða senda mér mail.

Gaman væri að sjá sem flestar Smile

Sigríður Ólafsdóttir, formaður Kvenfélagsins Sifjar.

Þann 19. júní 1915 staðfesti konungur samþykkt til Alþingis um kosningarétt kvenna.  Æ síðan hafa samtök kvenna minnst þessa dags og þar með konur af sunnanverðum Vestfjörðum sem hafa í mörg ár hist og gert sér glaðan dag.


Sjómannadagskaffi

Sjómannadagskaffið er einn af okkar stærstu fjárölfunarviðburðum og lukkaðist einstaklega vel. Allur ágóði kaffisölunnar rennur til líknarmála og við þökkum öllum þeim fjölda gesta sem heimsóttu okkur, kærlega fyrir komuna.  Sjómannadagsráði og öðrum þeim  sem aðstoðuðu okkur er þakkað ómetanlegt framlag.

 

Canon 400D 046 (Small)Canon 400D 047 (Small)

Nýjar myndir í albúmi.

 


Undirbúningur fyrir sjómannadagskaffið

Canon 400D 041 (Small)Canon 400D 036 (Small)

Fleiri myndir í albúmi.


Höfundur

Kvenfélagið Sif
Kvenfélagið Sif

Stofnað 24. október 1915

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...hnallthorur
  • ...fra_dublin
  • ...fmaeliskaka

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband