Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
Jólamarkaður Slysavarnardeildarinnar Unnar var haldinn í F.H.P laugardaginn 21. nóvember. Skipulag hans er með þeim hætti að deildin leigir út pláss sem margir nýta sér þ.á. m við Kvenfélagskonur sem seldum þarna kleinur, rúgbrauð og heimagert konfekt svo fátt eitt sé talið.
Fjölmargir söluaðilar voru á staðnum og sumir langt að komnir. Fólk leggur metnað í að bjóða fram fallega vöru framleidda af listfengi og natni.
Slysavarnardeildin Unnur sem hefur umsjón með markaðnum selur svo heitt kakó og vöfflur, er með kökubasar og happdrætti. Þessi markaður þeirra Slysavarnardeildarkvenna er orðin áralöng hefð þar sem skapast hin skemmtilegasta stemming. Flestir finna eitthvað við sitt hæfi og það er örugglega margt sem ratar í jólapakkana og jafnvel á jólaborðið þetta árið eins og ævinlega.
Hér að neðan má sjá hluta af söluvörum okkar Sifjarkvenna.
Bloggar | 22.11.2009 | 09:43 (breytt kl. 09:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Oft erum við í vandræðum með að ná hinum og þessum blettum úr fötum. Gefumst jafnvel alveg upp og dæmum fötin ónýt.
Á vef Leiðbeiningarstöðvar heimilanna er mikið af upplýsingum sem hægt er að nýta sér og þar á meðal góð ráð í glímunni við blettina.
Hér má komast inná vefinn og smellið hér til að komast beint á ráðin við blettunum.
Bloggar | 20.11.2009 | 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hjálparsjóður Kvenfélagsins Sifjar heldur hið árlega matarbingó í Félagsheimili Patreksfjarðar
sunnudaginn 8. nóvember kl. 14:00.
Fjöldi góðra vinninga.
Mætum öll og styðjum gott málefni.
Bloggar | 3.11.2009 | 09:46 (breytt kl. 09:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Mars 2008
Tenglar
GOTT AÐ VITA
Mínir tenglar
Handverk
Bærinn okkar
Fjölmiðlarnir
Gagnlegt
Heimilishald
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar