Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Jólabasar laugardaginn 29.nóv.

Jæja þá er komið að Jólabasar Slysavarnardeildarinnar Unnar.  Kvenfélagskonur leigðu sér auðvitað  bás þar sem seldar verðar himneskar handunnar kræsingar og fleira sniðugt.

Hér má sjá nánari auglýsingu um basarinn.

Óskum öllum söluaðilum góðs gengis Smile

 

Jólamynd

 

 


Opið hús 19. nóv

Munið opið hús miðvikudaginn 19. nóv.

knitkonur

 

clock_clip_art_06clock_clip_art_04


Kvenfélögin eiga að sækja fram !

Skyldu Kvenfélögin ekki bara eiga eftir að koma sterk inn í nánustu framtíð ?  Sjáið  þessa frétt á bb.is sem segir af aðferð Hlífarkvenna á Ísafirði til að auka við félagatalið.

Kvenfélögin hafa allt til að bera til að sækja fram.  Félagskonur búa yfir miklum hæfileikum og fróðleik sem nýtist vel á öllum sviðum Smile


Opið hús

Opið hús

Konfektgerðin

Við hittumst á Bjarkargötunni á mánudagskvöldið var og vorum í miklu konfektstuði.  Kvöldið var skemmtilegt og afraksturinn bara heill hellingur af flottum molum.  Elsa Nína og Esther komu svo með konfekt að heiman sem við smökkuðum á og urðum auðvitað ólmar í að fá uppskriftir. 

Hér er brot af molunum sem við gerðum nýkomnir úr súkkulaðihjúpun Heart

DSC00486[1]

Guðný setti myndir í myndaalbúm af þorrablóti og fl. - endilega kíkið.

 


Mánudagurinn 10. nóv.

Eins og auglýst hefur verið  verður konfektgerð aðalmálið í kvöld á Bjarkargötu 7, -  vanti ykkur frekari upplýsingar má leita þeirra hjá t.d Sigríði Sig, form. eða Elsu Nínu. 

Mér skilst að það eina sem við mætum með sé góða skapið Smile

Súkkulaði


Myndir - Fyrsti fundur vetrar 2008-2009

Birna Mjöll tók myndir á fyrsta vetrarfundinum okkar sem var haldinn í Sjóræningjahúsinu.  Hér er smá sýnishorn úr þessari vel heppnuðu veislu sem alls 40 manns sóttu þar á meðal heiðursfélagar á staðnum, þær Guðrún Halldórsdóttir og Lilja Jónsdóttir. Smellið á myndirnar til að stækka.

IMG_0032[1]
Enginn var svikinn af veitingunum þetta kvöld Smile
IMG_0053[1]
Esther lumaði á ýmsu skondnu - alveg óborganleg Smile
IMG_0037[1]
Ingveldur fer sömuleiðis létt með að kitla hláturtaugarnar Smile
IMG_0054[1]
Hressar - Alda og Ella Stína Smile

Höfundur

Kvenfélagið Sif
Kvenfélagið Sif

Stofnað 24. október 1915

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...hnallthorur
  • ...fra_dublin
  • ...fmaeliskaka

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband