1. janúar 2010

 

Kleifakarlinn af sumum nefndur Kleifabúinn  hefur staðið styrkum "fótum"  á Kleifaheiðinni í árafjöld.  Kvatt okkur "fólkið sitt "á leið að heiman og sömuleiðis heilsað okkur þegar heim er komið.  Karlinn fangar athygli allra vegfarenda, bæði okkar íbúanna  og lengra að kominna. Margir staldra við hjá honum og tengjast  vináttuböndum.  Vináttuböndin við hann eru ekki síður vináttutengsl við okkar heimabyggð og suðursvæði Vestfjarða sem er gríðarlega fallegt.  

Virðing, heiðarleiki,  kærleikur,  traust, styrkur, hreysti,  fegurð - allt orð sem geta átt við Kleifakarlinn í hugum okkar. Höfum þau í orð farangrinum á leið okkar um lífið hér eftir sem hingað til.

Gleðilegt ár 2010 Heart

 

Kleifakarlinn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 

Silfurkleif heitir á Kleifaheiði vestra þar sem Kleifakarlinn stendur upp af. Tvennum sögum fer af tilurð nafnsins. Sagt er að í þingferðum sýslumanns nokkurs hafi koffort hans rekist í bergið og brotnað, svo að silfurpeningar hrundu niður í götuna. Önnur sögn er að kostað hafi 40 ríkisdali að gera hestaveg um Silfurkleif og að kleifin dragi nafn af því að vinnan hafi verið borguð í silfri.

Guðný E (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kvenfélagið Sif
Kvenfélagið Sif

Stofnað 24. október 1915

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...hnallthorur
  • ...fra_dublin
  • ...fmaeliskaka

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband