Af jólamarkaði.

Jólamarkaður Slysavarnardeildarinnar Unnar var haldinn í F.H.P laugardaginn 21. nóvember.  Skipulag hans er með þeim hætti að deildin leigir út pláss sem margir nýta sér  þ.á. m við Kvenfélagskonur sem seldum þarna  kleinur, rúgbrauð og heimagert konfekt svo fátt eitt sé talið. 

Fjölmargir söluaðilar voru á staðnum og sumir  langt að komnir.  Fólk leggur metnað í að bjóða fram fallega vöru framleidda af listfengi og natni.

Slysavarnardeildin Unnur sem hefur umsjón með markaðnum selur svo heitt kakó og vöfflur, er með kökubasar og happdrætti.  Þessi markaður þeirra Slysavarnardeildarkvenna er orðin áralöng hefð þar sem  skapast hin skemmtilegasta stemming.  Flestir finna eitthvað við sitt hæfi og það er örugglega  margt sem ratar í jólapakkana og jafnvel á jólaborðið þetta árið eins og ævinlega.

Hér að neðan má sjá hluta af söluvörum okkar Sifjarkvenna.

JólabasarJólabasar

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kvenfélagið Sif
Kvenfélagið Sif

Stofnað 24. október 1915

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband