Aðeins af starfssemi Sifjar.

Starfssemi  Kvenfélagsins Sifjar liggur niðri yfir sumarmánuðina en Sjómannadagskaffið hefur verið fastur punktur í starfinu til margra ára og er það síðasta sem við vinnum við fyrir sumarfrí nema að sjálfsögðu að eitthvað sérstakt komi til.  Á aðalfundi velst  í nefndina sem sér um kaffið og þar að auki eru eins og venjulega allar hendur vel þegnar til að aðstoða við uppvask og annan frágang á eftir.  

Fjórar konur sáu um að elda fyrir plokkfiskveislu Skjaldborgarhátíðarinnar þ. 30. maí og gekk það mjög vel.  Veislan var eins og segir í dagskrá hátíðarinnar, í boði Odda hf.   Ánægjulegt  að sjá svo mikinn fjölda þáttakenda hátíðarinnar, aðkomnir sem og heimamenn njóta þessara daga hér á Patreksfirði út í ystu æsar enda dagskráin þétt.

Framundan hjá Kvenfélögum á landsvísu  er svo Landsþing Kvenfélagasambands Íslands sem verður haldið á Hótel Stykkishólmi dagana 26.-28. júní n.k.  Stjórnir Kvenfélaganna fá boð um þingið en öllum félagskonum er að sjálfsögðu frjálst að mæta.  Dagskrá þessa 35. landsþings K.Í má nálgast hér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kvenfélagið Sif
Kvenfélagið Sif

Stofnað 24. október 1915

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...hnallthorur
  • ...fra_dublin
  • ...fmaeliskaka

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband