Þorrablót 24. janúar

Þorrablótið það sextugasta í röðinni, verður haldið laugardaginn 24. janúar og í ár mun hljómsveitin Sólon leika fyrir dansi.  Í gærkvöldi  var hópur hressra kvenna samankominn í Félagsheimilinu, aðeins að stússast í eldhúsinu og svo var sest inn í sal og skemmtiatriðaliðurinn skoðaður m.m.    Skipulagspælingar í gangi, rifjað upp og hlegið,   já  gamla góða stemmingin alveg til staðar LoL

Áskriftarlistar munu liggja frammi frá og með deginum í dag,  til miðvikudagkvöldsins 21. jan.

Einnig er hægt að skrá sig á vefnum, sjá nánar á HÉR   á Tíðis,  þar sem búið er að setja upp auglýsingarborða.

Við hvetjum fólk sem ekki býr á staðnum til að gera sér  helgarferð á Patreksfjörð og skemmta sér með okkur bæjarbúum.  Afsláttur er í boði af gistingu í Stekkabóli   s. 4561675 og á Gistihúsi Erlu s.  4561227.  Eins bjóða Sæferðir uppá afslátt í ferjuna Baldur, s. 4381450.

 

Þeir sem vilja nýta sér afsláttinn í  Baldur eru beðnir um  að skrá sig  hjá: 

Önnu s.8953004,  Bergrúnu s. 8989296 eða Elsu Nínu s. 8251120 /8630953

 

 Frábært blót framundan, elsta og örugglega þjóðlegasta skemmtun ársins !!  

 

 Sjáumst  !

Smile

 

      

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sem einlægur aðdáandi: Þið eruð dásamlegar !

Aðdáandi (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kvenfélagið Sif
Kvenfélagið Sif

Stofnað 24. október 1915

Ágúst 2025

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband