Bjarkargata 7, Patreksfirði

Kvenfélagið Sif festi nú síðsumars kaup á íbúðinni í efri hæð hússins við Bjarkargötu 7.  Ætlunin er að hafa þar aðstöðu fyrir félagskonur og fundi.  Allar stærri samkomur verða áfram í Félagsheimili Patreksfjarðar eins og verið hefur eða með öðrum hætti ákveði konur það.

Á fundi sem haldinn var í íbúðinni fyrir skömmu var farið yfir rekstrarkostnað íbúðarinnar og hugmyndir um starfsemina kynntar.  Ætlunin er að úbúa íbúðina til útleigu yfir sumartímann og jafnvel yfir veturinn ef eitthvað kemur til, tekjur af leigunni ættu því að skapast til að mæta kostnaði. Ennfremur var rætt að fram að næsta aðalfundi muni stjórnin sjá um málefni íbúðarinnar og tvær konur valdar til að vinna með stjórn að útfærslu nauðsynlegra breytinga.

Það er hugur í konum og von um að þessi notalega íbúð verði góður vettvangur fyrir félagskonur þar sem hægt verði að vera með ýmsa skemmtilega hluti í gangi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kvenfélagið Sif
Kvenfélagið Sif

Stofnað 24. október 1915

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...hnallthorur
  • ...fra_dublin
  • ...fmaeliskaka

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband