Langþráð ferðalag varð að veruleika dagana 30.október - 2.nóvember s.l þegar tuttugu og þrjár kvenfélagskonur lögðu land undir fót og flugu á vit ævintýranna í Dublinborg.
Konur hittust um miðja nótt á BSÍ og fóru allflestar með rútu út á Keflavíkurflugvöll.
Mikil tilhlökkun var í loftinu og stemmingin frábær. Eftir rétt tveggja tíma flug var lent í Dublin og konur komu sér fyrir á hótelinu. Veðrið í borginni var með betra móti þar sem haustið hefur að sögn verið óvenju gott. Regnhlífar komu sér þó vel á laugardeginum en þá rigndi eins og hellt væri úr fötu en það kom þó engan veginn að sök.
Fararstjórinn Svanhildur Davíðsdóttir hjá Vita ferðum leiðsagði hópnum í rútuferð um borgina á föstudagsmorgninum 31.okt og var sú ferð einkar upplýsandi og fróðleg enda kann Svana sitt fag.
Um kvöldið var kráin Merry Ploughboy við rætur Dublinfjalla heimsótt og naut hópurinn írskrar skemmtunar eins og hún gerist sem allra best. Hljóðfæraleikur, söngur og önnur skemmtilegheit þeirra hljómsveitarmeðlima í Merry Ploughboy hrifu kvenfélagskonur og aðra áhorfendur á meðan snæddur var dýrindis matur, eins mættu á sviðið frábærir ungir dansarar sem stigu hinn írska steppdans af mikilli færni. Okkur kom saman um að engin Dublinarborgarfari ætti að láta þessa skemmtun framhjá sér fara.
Á laugardagskvöldinu var svo snætt á veitingastaðnum Bang, Michelinstjörnu staður þar sem við nutum góðs matar og drykks.
Rölt var um miðborg Dublinar á daginn enda margt að sjá, verslanir á hverju strái sem og nóg af veitingastöðunum þar sem tilvalið var að kíkja inná og hvíla lúin bein eftir rölt um tígulsteinsstræti stórborgar, njóta góðra veitinga,félagsskapar og fylgjast með mannlífinu. Utan ofantalins voru konur ekki í nokkrum vandræðum með að eyða tímanum sem leið afskaplega fljótt. Það voru þreyttar en ánægðar Sifjarkonur sem komu til síns heima úr ferðalaginu, ákveðnar í að láta engin fimmtán ár líða fram að næstu ferð :-) :-) :-)
Flokkur: Bloggar | 10.11.2014 | 21:14 (breytt 19.11.2014 kl. 11:44) | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Mars 2008
Tenglar
GOTT AÐ VITA
Mínir tenglar
Handverk
Bærinn okkar
Fjölmiðlarnir
Gagnlegt
Heimilishald
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.