Í ársbyrjun 2013

Gleðilegt árið og takk fyrir allt liðið kæru kvenfélagskonur og allir aðrir sem hafa lagt hönd á plóg til að gera  starfssemi Kvenfélagsins Sifjar árangursríka.

Kvöldstund í desember hittust konur með gestum sínum í Félagsheimili Patreksfjarðar, rétt 40 manns mættu og snæddu dýrindis jólamat  og ýmislegt var  gert til skemmtunar.

Á milli jóla og nýjárs héldu Sifjarkonur og Lionsmenn hið árlega jólaball fyrir börnin og það lukkaðist með ágætum.

Má segja að náttúröflin hafi séð til þess að árið endaði og það nýja hófst með látum, við vorum enn á ný minnt á hvað við megum okkar lítils þegar ógnaröfl náttúrunnar og þ.m veðurfars eru annars vegar.  Við á suðurfjörðum Vestfjarða sluppum þó betur en margur.  

Nú er sólin farin að skína og daginn lengir,  það styttist í Þorrablótið okkar  og ekki ástæða til annars en að líta  glöð til ársins 2013.  Við  sláum hvergi af í þeirri viðleitin okkar að gera gott líf betra og styrkja samfélagið og þar með okkur sjálf með ýmsum hætti.

Fyrsti saumafundur árisns verður í fundarsal F.H.P mánudagskvöldið 14.jan kl. 20:00.  Mætum sem flestar og eigum góða kvöldstund saman á þessum fyrsta mánaðarlega fundi ársins 2013.

 

Grin

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kvenfélagið Sif
Kvenfélagið Sif

Stofnað 24. október 1915

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...hnallthorur
  • ...fra_dublin
  • ...fmaeliskaka

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband