Kvenfélagskonur, til hamingju með daginn.

Tekið af vef Kvenfélagasambands Íslands www.kvenfelag.is:

1. febrúar er Dagur kvenfélagskonunnar. Dagurinn, sem er stofndagur Kvenfélagasambands Íslands, var formlega gerður að degi kvenfélagskonunnar á 80 ára afmæli KÍ  árið 2010 .
Var það gert til að vekja athygli á miklu og óeigingjörnu starfi kvenfélagskvenna um árabil og löngu tímabært að kvenfélagskonur fengju sinn eigin dag á dagatalinu.
Dags kvenfélagskonunnar er getið á fjölmörgum dagatölum og í dagbókum og Kvenfélagasamband Íslands vekur athygli á deginum í fjölmiðlum til að festa hann enn frekar í sessi.Kvenfélög og kvenfélagskonur eru hvattar til að muna eftir deginum og jafnvel gera sér dagamun hver og ein eða saman, en einnig að vera tilbúnar til að taka á móti hamingjuóskum og athygli þennan dag.
Kvenfélagasamband Íslands verður með opið hús í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum, Túngötu 14, kl. 16.30 - 18.30  þann 1. febrúar
 
Hópur kvenna hefur um nokkurt skeið unnið að stofnun nýs kvenfélags í Reykjavík sem stofnað verður á Hallveigarstöðum þennan dag.
Hefst stofnfundur þess kl. 17.15 og geta þær konur sem þess óska gerst stofnfélagar á fundinum.
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kvenfélagið Sif
Kvenfélagið Sif

Stofnað 24. október 1915

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...hnallthorur
  • ...fra_dublin
  • ...fmaeliskaka

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband