Þann 24. október eru liðin 95 ár frá stofnun Kvenfélagsins Sifjar og gengu 60 konur í félagið á fyrsta fundi þess. Sigríður Sigurðardóttir hjúkrunarkona var aðalhvatamaður að stofnun félagsins og einnig fyrsti formaður eða forstýra eins og nefnt er í gömlum pistli. Aðrar í stjórn voru Sigríður Einarsdóttir frá Munaðarnesi ritari, gjaldkeri var Þóra J. Björnsson.
Markmið félagsins var og er í lögum, "að efla allskonar samvinnu og samúð meðal félagskvenna í hverju og einu er snertir framför í sveitar, héraðs og landsmálum. Að stuðla að hverskonar líknarstarfssemi innan héraðs á þann hátt sem við þykir eiga í hvert sinn. Efla reglusemi og siðsemi á félagssvæðinu á meðal hinnar uppvaxandi kynslóðar".
Í ljósi sögunnar má ætla að andrúmsloftið á þessum árum hafi verið blandið baráttuhug. Konur fengu að sönnu kosningarétt til Alþingis þ. 19. maí, sama ár og Kvenfélagið Sif var stofnað. Þó aðeins konur sem voru 40 ára og eldri. Samtímis fengu vinnumenn kosningarétt með sömu skilyrðum og konur. Með sambandslagasamningi Dana og Íslendinga árið 1920 jafnaðist svo kosningaréttur karla og kvenna en um þetta má t.d lesa á vef Kvennasögusafns Íslands.
Félagskonur í Kvenfélaginu Sif hafa alla tíð unnið af ósérhlífni að málefnum samfélagsins á margvíslegan hátt. Stutt dyggilega við Sjúkrahúsið, Patreksfjarðarkirkju, skólana og björgunarsveitarstarf svo eitthvað sé nefnt. Innan félagsins er starfandi Hjálparsjóður sem stofnaður var sérstaklega til hjálpar sjúkum og bágstöddum. Kvenfélagið Sif hefur notið góðrar samvinnu við fyrirtæki og einstaklinga á svæðinu í fjáröflunarvinnu sinni, auk þess sem fjölskyldumeðlimir félagskvenna hafa verið félaginu ómetanlegur stuðningur, oftar en ekki með ómældri aðstoð í kringum fjáröflunarviðburði. Þekktastur slíkra viðburða er Þorrablótið sem haldið er ár hvert og fyrir það útbúa konur allan mat og semja skemmtiatriði. Einnig hefur félagið staðið fyrir hinum ýmsu námskeiðum í gegnum tíðiðna. Til gamans má geta að fundargerðarbækur félagsins eru til frá upphafi og eru merk heimild um starfsemina og bæjarbraginn á hverjum tíma.
Núverandi formaður Kvenfélagsins Sifjar er Sigríður Ólafsdóttir en aðar í stjórn eru:
Ásdís Lilja Hilmarsdóttir ritari, Nína Erna Jóhannesdóttir gjaldkeri. Helga Bjarnadóttir er varaformaður en aðrar varamanneskjur í stjórn eru Dröfn Árnadóttir og Sandra Skarphéðinsdóttir.
Heiðursfélagar eru þær Guðrún Halldórsdóttir, Lilja Jónsdóttir og Jóhanna Þórðardóttir.
Flokkur: Bloggar | 22.10.2010 | 12:05 (breytt kl. 12:50) | Facebook
Eldri færslur
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Mars 2008
Tenglar
GOTT AÐ VITA
Mínir tenglar
Handverk
Bærinn okkar
Fjölmiðlarnir
Gagnlegt
Heimilishald
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir og hamingjuóskir.
Guðný Elínborgardóttir (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.