Hildur Helga Gísladóttir
ÞAÐ er löngu tímabært að sérstakur dagur sé helgaður kvenfélagskonum. Þær hafa með óeigingjörnum störfum sínum innan kvenfélaganna lagt grunn að ótal framfara- og velferðarmálum þjóðarinnar. Oftar en ekki hafa þau störf farið hljótt og ekki verið fjallað um þau í fjölmiðlum. Kvenfélagasamband Íslands var stofnað 1. febrúar árið 1930 sem sameiningar og samstarfsvettvangur kvenfélaganna í landinu sem þá þegar voru orðin fjölmörg. Í tilefni 80 ára afmælis Kvenfélagasambandsins hefur formannaráð þess einhliða lýst 1. febrúar, ár hvert dag kvenfélagskonunnar. Kvenfélagskonur eru hvattar til að halda daginn hátíðlegan og landsmenn að heiðra kvenfélagskonur þennan dag.
Fyrsta kvenfélag landsins, Kvenfélag Rípurhrepps, var stofnað árið 1869. Konur hafa síðan þá stofnað hundruð kvenfélaga með það að markmiði að bæta samfélagið, sérstaklega með málefni barna, kvenna og fjölskyldna að leiðarljósi.
Segja má að með stofnun kvenfélaganna hafi konur tekið völdin í sínar hendur löngu áður en þær fengu aðgang að stjórnkerfinu með kjörgengi og kosningarétti. Í sveitarfélögum þar sem starfa öflug kvenfélög er varla haldinn sá menningarviðburður að kvenfélagið eigi þar ekki einhvern hlut að máli og oft frumkvæðið. Á árum áður þegar veitingahús voru ekki á hverju strái á landsbyggðinni hlupu kvenfélögin undir bagga með þeim sem þá þjónustu þurftu og öfluðu um leið fjár til góðs málefnis í þágu síns samfélags. Víða er veitingasala enn helsta fjáröflunarleið kvenfélaga og má því með sanni segja að kvenfélögin baki betra samfélag. Félagslegt gildi kvenfélaga er einnig mikilvægur hluti starfseminnar sem gerir konum kleift að kynnast hver annarri og efla tengsl sín.
Með breyttum samfélagsgildum hafa kvenfélögin í vaxandi mæli lagt áherslu á að sinna sínu innra starfi og konunum sem þar starfa. Mikill og vaxandi áhugi er nú meðal kvenna á því að ganga til liðs við kvenfélögin og að stofna ný kvenfélög þar sem þau eru ekki fyrir. Er það ánægjuleg þróun á áttugasta afmælisári sambandsins.
Aðalverkefni Kvenfélagasambandsins á afmælisárinu er viðamikið húfuverkefni sem snýst um að kvenfélagskonur prjóna húfur sem allir nýburar er fæðast á Íslandi á afmælisárinu fá að gjöf, ásamt hlýrri kveðju frá Kvenfélagasambandi Íslands, sjá: www.kvenfelag.is
Segja má að með stofnun kvenfélaganna hafi konur tekið völdin í sínar hendur löngu áður en þær fengu aðgang að stjórnkerfinu.
Úr Mbl. 1. febr. 2010
Eldri færslur
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Mars 2008
Tenglar
GOTT AÐ VITA
Mínir tenglar
Handverk
Bærinn okkar
Fjölmiðlarnir
Gagnlegt
Heimilishald
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.