Færsluflokkur: Bloggar
Jólamarkaður Slysavarnardeildarinnar Unnar var haldinn í F.H.P laugardaginn 21. nóvember. Skipulag hans er með þeim hætti að deildin leigir út pláss sem margir nýta sér þ.á. m við Kvenfélagskonur sem seldum þarna kleinur, rúgbrauð og heimagert konfekt svo fátt eitt sé talið.
Fjölmargir söluaðilar voru á staðnum og sumir langt að komnir. Fólk leggur metnað í að bjóða fram fallega vöru framleidda af listfengi og natni.
Slysavarnardeildin Unnur sem hefur umsjón með markaðnum selur svo heitt kakó og vöfflur, er með kökubasar og happdrætti. Þessi markaður þeirra Slysavarnardeildarkvenna er orðin áralöng hefð þar sem skapast hin skemmtilegasta stemming. Flestir finna eitthvað við sitt hæfi og það er örugglega margt sem ratar í jólapakkana og jafnvel á jólaborðið þetta árið eins og ævinlega.
Hér að neðan má sjá hluta af söluvörum okkar Sifjarkvenna.
Bloggar | 22.11.2009 | 09:43 (breytt kl. 09:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Oft erum við í vandræðum með að ná hinum og þessum blettum úr fötum. Gefumst jafnvel alveg upp og dæmum fötin ónýt.
Á vef Leiðbeiningarstöðvar heimilanna er mikið af upplýsingum sem hægt er að nýta sér og þar á meðal góð ráð í glímunni við blettina.
Hér má komast inná vefinn og smellið hér til að komast beint á ráðin við blettunum.
Bloggar | 20.11.2009 | 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hjálparsjóður Kvenfélagsins Sifjar heldur hið árlega matarbingó í Félagsheimili Patreksfjarðar
sunnudaginn 8. nóvember kl. 14:00.
Fjöldi góðra vinninga.
Mætum öll og styðjum gott málefni.
Bloggar | 3.11.2009 | 09:46 (breytt kl. 09:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrsti saumafundur vetrarins verður mánudagskvöldið
2. nóvember kl. 20:30.
Að þessu sinni verður fundurinn í fundarsal Félagsheimilisins.
Sjáumst hressar og kátar
Nefndin.
Bloggar | 29.10.2009 | 13:53 (breytt kl. 13:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú hefur nýjum tengli verið bætt við hér efst á síðunni til hægri. Þar finnum við vetrardagskrána, allt
um íbúðina okkar " Björkina" og hugsanlega fleira gagnlegt þegar fram líða stundir.
Sem fyrr eru allar hugmyndir um efni á síðuna okkar vel þegnar.
Kærar þakkir til ykkar sem hafið kvittað í gestabókina
Bloggar | 22.10.2009 | 17:46 (breytt kl. 21:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrsti fundur haustsins verður haldinn í Sjóræningjahúsinu laugardagskvöldið 24. október. Guðdómlegar kræsingar verða á borðum og andlega fóðrið á sínum stað, sannkallaður skemmtifundur.
Sjáumst hressar og kátar á laugardagskvöldið ásamt gestum okkar
Nefndin
Bloggar | 22.10.2009 | 16:57 (breytt kl. 16:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stjórn Kvenfélagsins Sifjar hefur sett niður dagskrá vetrarins. Á fundum er briddað er uppá ýmsu óvæntu, fróðlegu og skemmtilegu. Hver fundur er auglýstur sérstaklega og við hvetjum áhugasamar konur til að slást í hópinn.
Dagskráin er sem hér segir:
Kvenfélagið Sif.
starfsárið 2009-2010
Nú þegar vetur gengur í garð þá tökum við höndum saman og mætum hressar og kátar til að takast á við verkefni vetrarins. Dagskráin hljóðar svo:
24. október skemmtifundur m/maka eða gesti
2. nóvember saumafundur
8. nóvember bingó hjálparsjóðsins
14. nóvember laufabrauðsfundur
7. desember saumafundur
11. janúar saumafundur
23. janúar þorrablót
1. febrúar skemmtifundur
17. febrúar aðalfundur
1. mars saumafundur
? páskabingó
12. apríl saumafundur
10. mai lokafundur
Allir almennir fundir verða að Bjarkargötu 7, nema að annað sé auglýst, en stærri fundir í félagsheimilinu eins og verið hefur.
Opið verður í Björkinni húsi félagsins á miðvikudögum frá kl. 16:00 -18:00 eins og síðastliðinn vetur, þá geta konur mætt, skrafað og unnið, því maður er manns gaman.
Með félagskveðju
Stjórnin.
Bloggar | 30.9.2009 | 22:39 (breytt kl. 22:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
heldur aðalfund sinn laugardaginn 5. september.
Að þessu sinni er það Kvenfélagið Sunna sem er gestgjafi fundarins og er hann haldinn í Heydal í Mjóafirði við Ísafjarðardjúp.
Sambandið (S.V.K.) er aðili að Kvenfélagasambandi Íslands og því einnig í Húsmæðrasambandi Norðurlanda/Alþjóðasambandi dreifbýliskvenna (ACWW). Deildir innan S.V.K eru kvenfélögin í Ísafjarðarsýslum og V-Barðastrandarsýslu. Megin tilgangur S.V.K er m.a. að efla og auka samvinnu kvenna á sambandssvæðinu, standa vörð um hag heimilanna og einnig sá að vinna að hverskonar þjóðnytja og menningarmálum sem samþykkt er gerð um á Sambandsfundum.
Formaður Sambands Vestfirskra kvenna er Helga Dóra Kristjánsdóttir.
Bloggar | 3.9.2009 | 17:06 (breytt 6.9.2009 kl. 23:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eins og áður hefur komið fram er á efri hæð hússins við Bjarkargötu 7, íbúðin okkar "Björkin" .
Íbúðin hefur tekið nokkrum stakkaskiptum, baðherbergið t.d endurnýjað frá A-Ö, breytingar gerðar á eldhúsi svo eitthvað sé nefnt. Við höfum notið velvildar og aðstoðar bæði hvað varðar vinnu og við öflun nauðsynlegra hluta.
Þarna fer fram hefðbundið félagsstarf sem er helst yfir vetrartímann en þess utan er íbúðin lánuð út til gistingar. Allar nánari upplýsingar um íbúðina veita:
Elsa Nína s.8251120
Jensína s. 8974700
Anna s. 8953004
Fleiri myndir eru í albúmi.


Bloggar | 25.6.2009 | 11:25 (breytt kl. 11:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þann 19. Júní ætla konur frá Bíldudal, Tálknafirði, Barðaströnd og Patreksfirði að koma saman í Flókalundi í tilefni Kvenréttindadagsins, og eiga saman skemmtilega stund yfir góðum málsverði.
Matseðill kvöldsins:
Forréttur: Grafin gæs
Aðalréttur: Pörusteik
Eftirréttur: Súkkulaðimús.
Verðið er kr. 4.900,-
Þær sem vilja skrá sig verða að tilkynna það fyrir 12 júní í síma 456-1512 eða 8492429 eða senda mér mail.
Gaman væri að sjá sem flestar
Sigríður Ólafsdóttir, formaður Kvenfélagsins Sifjar.
Þann 19. júní 1915 staðfesti konungur samþykkt til Alþingis um kosningarétt kvenna. Æ síðan hafa samtök kvenna minnst þessa dags og þar með konur af sunnanverðum Vestfjörðum sem hafa í mörg ár hist og gert sér glaðan dag.
Bloggar | 9.6.2009 | 13:22 (breytt kl. 13:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Nóvember 2014
- Október 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Mars 2008
Tenglar
GOTT AÐ VITA
Mínir tenglar
Handverk
Bærinn okkar
Fjölmiðlarnir
Gagnlegt
Heimilishald
Myndaalbúm
Af mbl.is
Íþróttir
- Kristall skýtur á FH-inga
- Fæ gæsahúð við að tala um hann
- Yamal tryggði Barcelona titilinn
- Vestri sló Íslandsmeistarana úr leik
- Misstum þá of langt frá okkur
- Framarar yfir í úrslitaeinvíginu
- Íslendingarnir öflugir í bikarnum
- Lygileg frammistaða dugði ekki til
- Framarar slógu bikarmeistarana út
- Ráðist á fyrrverandi leikmann Vals
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.5.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 67422
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar